Beint í efni

Við eigum í samskiptum við fjölda véla og tækjaframleiðenda í Evrópu og sérhæfum okkur í að finna lausnir við flóknum vandamálum ásamt því að leitast við að vera leiðandi í kynningu tækninýjunga sem geta nýst íslenskum bændum til að ná betri árangri í sínum rekstri. Hér fyrir neðan eru slóðir á heimasíður nokkra þeirra birgja sem við eigum í samskiptum við en þessi listi er engan veginn tæmandi.

Auk þess aðstoðum við menn og gerum tilboð í varahluti í ýmiskonar vélar og tæki bæði nýtt og notað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval bátavéla og annars búnaðar fyrir sjávarútveg líkt og stöðugleikabúnað, ljósavélar, krana, gíra, skrúfur, zink og dælur.

Bjóðum upp á fjölbreitt úrval fyrir golfvelli og græn svæði.

Í meira en 65 ár hefur Stema framleitt kerrur og vagna í öllum stærðum og gerðum og samanstendur vörulína þeirra af um 350 mismunandi útfærslum. Hvort sem þú leitar að kerru sem er handhæg til heimilisnota eða kerru til að nota í atvinnuskyni ættum við að geta hjálpað þér að finna kerru við þitt hæfi.

Einnig framleiða þeir alla mögulega fylgihluti í allar sínar kerrur og vagna og eigum við flesta varahluti í kerrur á lager allt árið um kring.

Vörulína fyrirtækisins samanstendur af stöðugri burðargrind, vatnsheldum krossvið í palli, Stema burðarbitum og hágæða heit galvanseringu á öllu járni.

Í boði er breið vörulína af kerrum og tengivögnum fyrir atvinnulíf og heimili og hafa Stema tengivagnar lengi verið meðal þeirra vinsælustu í Evrópu.

Stema eru sterkir, öflugir tengivagnar sem sérstyrktum hliðarborðum, öflugum lömum og eru gerðir til að standast mikið álag.

Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval vara og búnaðar fyrir verktaka og fyrirtæki eins og jarðvegsþjöppur, loftpressur, rafstöðvar, vinnuvélar og gott úrval aukabúnaðar á þær eins og hraðtengi, fleyga og rotor/powertilt.